Alls sóttu 238 aðilar um leyfi til Fiskistofu til að veiða makríl á færi á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeiganda var í fyrradag búið að afgreiða 183 leyfi. Þar af  hafa um 130 greitt tilskilið veiðigjald og mega því hefja veiðar 1. júlí.

Til samanburðar má nefna að í fyrra stunduðu aðeins 17 smábátar handfæraveiðar á makríl, þannig að sá fjöldi getur tífaldast eða meira á þessari vertíð ef marka má áðurnefndar tölur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.