Samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. Fundurinn stóð stutt og lauk fyrir hádegi. Nýr fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni 5. janúar næstkomandi.
Þetta kemur fram á vef RÚV.