Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands var fiskafli íslenskra skipa í janúar 107.643 tonn.
„Verkfall sjómanna í ársbyrjun 2017 gerir það að verkum að ekki er hægt að bera aflabrögð fyrir janúar 2018 saman við janúar 2017,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar .
Þar segir einnig að á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2017 til janúar 2018 hafi heildarafli aukist um 273 þúsund tonn eða 27% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.
Nánari sundurliðun á aflanum er að finna í töflu sem fylgir tilkynningunni.