Hráefnisverð mikilvægustu botnfisktegunda er verulega hærra á Íslandi en í Noregi og munar 20-35%, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Á tímabilinu janúar-október 2013 var meðalverð á þorski uppreiknað til óslægðs afla 167 ISK/kg í Noregi en 199 kr/kg í Íslandi. Munar þar 19% Íslandi í vil.
Ýsuverðið var 204 ISK/kg í Noregi á móti 264 ISK/kg á Íslandi, með öðrum orðum 29% hærra hérlendis. Hráefnisverð á ufsa og karfa var 34-35% hærra á Íslandi en í Noregi.
Uppsjávartegundir voru hins vegar verðlagðar mun hærra í Noregi en á Íslandi og munar þar 12-43%.
Sjá nánar samantekt í nýjustu Fiskifréttum.