Steinbítsveiði bolvísku línubátanna hefur verið afar góð síðustu daga, að því er fram kemur á vefnum bb.is . Skemmst er að minnast 21 tonna róðurs áhafnarinnar á Hálfdáni Einarssyni ÍS á mánudag. Á þriðjudag gerði áhöfnin sér lítið fyrir og kom að landi með önnur tuttugu tonn og í gær var tæpum 15 tonnum af steinbít landað úr Hálfdáni, sem sagt 55 tonn í þremur róðrum.
Aðrir línubátar í Bolungarvík hafa komið að landi með góðan steinbítsafla. Jónína Brynja ÍS landaði 15 tonnum á miðvikudag og Einar Hálfdáns ÍS landaði 11 tonnum í gær. Guðmundur Einarsson ÍS hefur veitt 13 tonn í tveimur róðrum.