Dragnótabáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík hefur mokveitt í maí. Aflinn er 230 tonn í 5 sjóferðum og er báturinn nú kominn í langt sumarfrí. Í fjórða róðrinum fengu þeir 65 tonn í þremur köstum .Meðalafli í róðri í maí er 46 tonn.

Þessar upplýsingar koma fram á vefnum www.aflafrettir.com

Mettúrinn tók aðeins 10 tíma höfn í höfn. Í fyrsta kasti fengu þeir á Steinunni SH 5 tonn, í öðru kasti 25 tonn og í því þriðja 35 tonn.

Á aflafrettir.com er birt mynd af Steinunni SH þar sem verið er að landa 55 tonnum úr bátnum. Hvíta skammdekkslínan er kominn í kaf en að sjálfsögðu hefur báturinn verið meira siginn þegar hann kom með 65 tonnin að landi.