Útgerðir voru misheppnar í steinbítsuppboði Fiskistofu. Fiskistofa bauð þrjár tegundir í skiptum fyrir steinbítinn, þar á meðal þorsk. Sá sem var tilbúinn að greiða hæst fékk eitt tonn af þorski í skiptum fyrir 2 tonn af steinbít. Þeir heppnustu þurftu aðeins að láta 1,3 tonn af steinbít af hendi fyrir tonnið af þorski. Þau tilboð sem tekið var skila Fiskistofu rúmlega 126,7 tonnum í aflamarki í steinbít sem varið er í sérúthlutanir.

Fyrr í mánuðinum auglýsti Fiskistofa eftir tilboðum í aflamark í þorski, keilu og Djúprækju í skiptum fyrir aflamark í steinbít. Frestur til að skila tilboðum rann út þriðjudaginn 15. nóvember sl.

Fiskistofu bárust tilboð vel umfram það magn sem í boði var í öllum tegundunum. Alls bárust tilboð í tæp 300 tonn en í boði voru tæp 120 tonn.  Margir voru um hituna í aflamarki í þorski og keilu. Fiskistofa tók hæstu tilboðunum sem bárust og allt það  aflamark sem í boði var í skiptum fyrir steinbít gekk út.

Hér má sjá yfirlitstöflu yfir aflamarkið sem í boði var og samtölur yfir tilboðin sem bárust, tilboðin sem tekið var og fengið aflamark í steinbít ásamt lista yfir þau tilboð sem Fiskistofa tók.