Upplýsingar úr 33 daga árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum sýna að útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er sú minnsta frá því slíkur leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010
Eftirfarandi er frétt af vefsíðu Hafrannsóknastofnunar:
„Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 2. ágúst í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Í þessum 33 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 65 togstöðvar og sigldar um 6000 sjómílur eða 11 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Að auki var miðsjávarlagið rannsakað með togum og bergmálsmælingum. Hvalatalning var einnig hluti af leiðangrinum, sjá hér.
Útbreiðsla makríls við landið sú minnsta sem mælst hefur
Rannsökuð var útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi. Bráðbirgðaniðurstöður mælinga sýna að útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er sú minnsta sem hefur mælst hefur síðan leiðangurinn var fyrst farinn sumarið 2010. Makríll mældist á 5 af 43 yfirborðstogstöðvum sem allar nema ein voru staðsettar fyrir suðaustan landið (sjá mynd 1). Á þremur af þeim fimm stöðvum veiddust einungis fáeinir fiskar en aflinn var 1.7 tonn og 10.3 tonn á hinum tveimur stöðvunum. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 550 g.
Minna mældist af íslenskri sumargotssíld
Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á mörgum togstöðvum fyrir norðan og austan landið. Minna fékkst af íslenskri sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið þar sem einungis fáeinir fiskar fengust á þremur stöðvum. Leiðarlínur þessa leiðangurs eru of gisnar til að gefa einhverjar upplýsingar um stærð þess stofns.
Kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina sunnan og vestan við landið í álíka þéttleika og síðustu sumur.
Bráðabirgðaniðurstöður sýna að hitastig í yfirborðslagi sjávar var álíka og sumarið 2023 fyrir sunnan og vestan landið en kaldara fyrir norðaustan og austan landið.
Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Gögn frá skipunum fimm verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst.“
Upplýsingar úr 33 daga árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum sýna að útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er sú minnsta frá því slíkur leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010
Eftirfarandi er frétt af vefsíðu Hafrannsóknastofnunar:
„Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 2. ágúst í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Í þessum 33 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 65 togstöðvar og sigldar um 6000 sjómílur eða 11 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Að auki var miðsjávarlagið rannsakað með togum og bergmálsmælingum. Hvalatalning var einnig hluti af leiðangrinum, sjá hér.
Útbreiðsla makríls við landið sú minnsta sem mælst hefur
Rannsökuð var útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi. Bráðbirgðaniðurstöður mælinga sýna að útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er sú minnsta sem hefur mælst hefur síðan leiðangurinn var fyrst farinn sumarið 2010. Makríll mældist á 5 af 43 yfirborðstogstöðvum sem allar nema ein voru staðsettar fyrir suðaustan landið (sjá mynd 1). Á þremur af þeim fimm stöðvum veiddust einungis fáeinir fiskar en aflinn var 1.7 tonn og 10.3 tonn á hinum tveimur stöðvunum. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 550 g.
Minna mældist af íslenskri sumargotssíld
Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á mörgum togstöðvum fyrir norðan og austan landið. Minna fékkst af íslenskri sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið þar sem einungis fáeinir fiskar fengust á þremur stöðvum. Leiðarlínur þessa leiðangurs eru of gisnar til að gefa einhverjar upplýsingar um stærð þess stofns.
Kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina sunnan og vestan við landið í álíka þéttleika og síðustu sumur.
Bráðabirgðaniðurstöður sýna að hitastig í yfirborðslagi sjávar var álíka og sumarið 2023 fyrir sunnan og vestan landið en kaldara fyrir norðaustan og austan landið.
Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Gögn frá skipunum fimm verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst.“