Norsku fisksölusamtökin, Norges Råfisklag, hafa náð samkomulagi við samtök fiskverkenda um lágmarksverð á grásleppuhrognum á vertíðinni.
Fyrir óverkuð hrogn í kílóatali verður greidd 41 króna norsk á kílóið (918 krónur íslenskar) og þá á vökvi að vera síaður frá.
Lágmarksverð á verkaða hrognatunnu verður 7.000 krónur norskar (157 þúsund krónur íslenskar) miðað við 105 kílóa nettóþyngd.