Íslenska verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Navis vinnur árlega fjölmörg minni og meðalstór verk fyrir erlendar útgerðir. Dæmi um slík verkefni er breytingar sem Navis gerir nú á skrúfubúnaði togara í Chile en þær mun draga úr eldsneytiskostnaði hans um 18-20%.

Útgerðafyrirtækið EMDEPES S.A. gerir út liðlega 100 metra togara, Union Sur, frá hafnarborginni Valparaiso í Chile.  Útgerðin hafði samið við íslenska fyrirtækið Naust Marin um nýjar togvindur og stjórnbúnað fyrir átaksjöfnun í skipið, þar sem togkraftur skipsins hefur ekki verið fullnægjandi, óskaði útgerðin eftir aðstoð frá Naust Marine við að auka togkraft skipsins. „Við vorum fengnir til að leysa málið og okkar lausn felst í að setja skrúfuhring  og skipta um skrúfu, en við það minnkar eldsneytiseyðslan og togkrafturinn eykst,“ segir Einar A. Kristinsson véltæknifræðingur hjá Navis sem hefur umsjón með þessu verkefni. Auk þess að hanna breytinguna sér Navis um útboð á verkinu og um öll samskipti við framleiðendur búnaðar.  Áður hefur Navis unnið að samskonar breytingum mörgum skipum,  m.a.á systurskipi Union Sur fyrir tengda útgerð í Argentínu.

Frá þessu er skýrt á vef Navis.