Heildarafli af Íslandsmiðum hefur farið heldur minnkandi undanfarna tvo áratugi, eins og rakið er í samantekt á vef Fiskistofu. Aflinn var þá á fimm fiskveiðiára tímabili frá 1992/93 til 1996/97 að jafnið um 1,7 miljón tonn en síðastliðin fiskveiðiár, frá 2009/10 rétt rúmlega miljón tonn. Meginskýringin á þessu minna aflamagni á Íslandsmiðum er verulegur samdráttur á loðnuafla en á fyrrgreinda tímabilinu var loðnuaflinn á milli 900 og 1.300 þúsund tonn árlega.

Heildarafli á Íslandsmiðum
Heildarafli á Íslandsmiðum
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Botnfiskafli á tímabilinu hefur hins vegar haldist nokkuð stöðugur. Á síðasta fiskveiðiári var heildarbotnfiskaflinn tæplega  446 þúsund tonn og hefur botnfiskaflinn aukist jafnt og þétt síðastliðin fjögur fiskveiðiár, aðallega vegna aukins þorskafla sem hefur vegið á móti minnkandi ýsuafla af hafsvæðinu umhverfis landið.

Það kemur fram annar veruleiki þegar horft er til þróunar á uppsjávarafla á Íslandsmiðum síðastliðna rúma tvo áratugi. Síðan uppúr aldamótum hefur aflamagn úr helstu uppsjávartegundum farið minnkandi. Sérstaklega á þetta við um loðnu en „vítamínsprauta“ kom vissulega í uppsjávarveiðarnar hér við land þegar makríll fór að ganga í fiskveiðilögsöguna.

Sjá skýringarmyndir  á vef Fiskistofu, HÉR