Ef ársreikningar 8 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna fyrir árið 2009 eru skoðaðir kemur í ljós að þrátt fyrir að vera handhafar um 50% fiskveiðikvótans bera þau aðeins ábyrgð á þriðjungi skulda geirans í heild, að því er fram kemur í nýrri skýrslu greiningardeildar Arinons banka um íslenskan sjávarútveg.
Ef tekið er mið af skuldsetningu á hvert þorskígildistonn þá má segja að skuldsetning minni útgerða samsvari tvöfaldri skuldsetningu þeirra stærri. Skuldir sjávarútvegsins jukust um rúmlega 70% milli áranna 2007 og 2008, í krónum talið, en skuldir 8 stærstu fyrirtækjanna aðeins um 35%. Meðalstórar og minni útgerðir hafa því hlutfallslega tekið á sig talsvert meira högg í kjölfar hrunsins.
Sjá nánar umfjöllun um skýrslu Arion banka í nýjustu Fiskifréttum.