Framleiðsla á hreinsifisk er ný atvinnugrein sem tengist fiskeldi í Noregi. Hreinsifiskur er samheiti yfir fisktegundir sem ráðast á laxalús á eldislaxi og eldisurriða og éta hana. Einkum þykir hrognkelsi hentugt til þessara nota og er um 95% allrar framleiðslu á hreinsifiski.
Framleiðendur hreinsifisks seldu 2.049.000 fiska til laxeldisstöðva á árinu 2013, sem er mikil aukning frá árinu 2012 þegar 703.000 fiskar voru seldir. Auk eldishreinsifisks nota laxeldisstöðvarnar í Noregi einnig villtan hreinsifisk. Samtals var sleppt 15.381.000 hreinsifiskum í eldiskvíar á árinu 2013.