Þegar tveir mánuðir voru eftir af árinu 2011 höfðu dönsk fiskiskip skilað jafnmiklu aflaverðmæti og á öllu árinu 2010, eða um 3 milljörðum DKK (64 milljörðum ISK), að því er fram kemur á vef FiskerForum.

Það er einkum aukið aflaverðmæti makríls, sem skilaði 87 milljónum DKK (1,9 milljörðum ISK), og síldar, sem skilaði 139 milljónum DKK (3 milljörðum ISK) sem skýra þennan góða árangur.

Ennfremur jókst aflaverðmæti rauðsprettu sem var í heild 28 milljónir DKK. Þá má geta þess að loðnuveiðar við Grænland úr íslenska loðnustofninum skiluðu dönskum fiskiskipum 16 milljónum DKK (um 340 milljónum ISK).

Makríll er verðmætasta fisktegundin sem landað er til manneldisvinnslu í Danmörk en sandsílið gaf mest aflaverðmæti af þeim tegundum sem landað var til bræðslu.