Verulega vantar upp á að kvóti í blálöngu hafi veiðst á undanförnum árum. Sem dæmi þá var heimilt að veiða 2.984 tonn af blálöngu á síðasta fiskveiðiári en aflinn var aðeins 1.119 tonn. Svipaða sögu má segja af næstu tveimur fiskveiðiárum þar á undan.

Vakin er athygli á þessu á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda þar sem stjórn blálönguveiða er gagnrýnd. LS leggst gegn kvótasetningu á blálöngu en telur aðrar leiðir betri svo sem að takmarka beina sókn í blálöngu og lengja lokanir við hrygningarsvæði.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun á vef LS .