Undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir um undanþágur frá skipstjórnar- og vélstjórnarréttindum við ráðningu í skipsrúm samþykkti samtals 558 umsóknir á síðasta ári, en alls bárust nefndinni 736 umsóknir.
Mikið dró úr umsóknum á seinni hluta ársins, einkum eftir að miklar breytingar urðu á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins í byrjun október. Á fyrri helmingi ársins voru afgreiddar 405 umsóknir, en á seinni hluta þess 303.
Afgreiddar undanþáguumsóknir til skipstjórnarstarfa voru 160 talsins og 548 til vélstjórnarstarfa.
Nánar um málið á vef Siglingastofnunar Íslands, HÉR