Sjávarútvegur er rótgróin í Maine-ríki á austurströnd Bandaríkjanna. Á síðasta ári var heildarverðmæti sjávarfangs þess um 700 milljónir dollara (um 75 milljarðar ISK), að því er fram kemur á vef SeafoodSource.

Þetta er aukning um 100 milljónir dollara (um 10,7 milljarða ISK) frá árinu 2015. Aldrei fyrr hefur þetta ríki Bandaríkjanna skilað jafnmiklum aflaverðmætum á einu ári.

Humar stendur undir megninu af þessum aflaverðmætum. Verðmæti hans jókst um meira en 30 milljónir dollara frá árinu áður (3,2 milljarða ISK) og fór í 547 milljónir dollara að meðtöldum bónusum frá kaupendum (58,5 milljarða ISK).