Norðmenn fluttu út sjávarafurðir fyrir 6,6 milljarða króna (117 milljarða ISK) í nóvember, sem er svipað og í sama mánuði í fyrra. Það sem af er þessu ári nemur útflutningurinn um 62,5 milljarðar króna (um 1.106 milljarða ISK), sem er 13% aukning miðað við sama tíma árið 2013. Ljóst er að árið í ár verður metár í útflutningi á norskum fiski.
Þetta kemur fram á vef norska sjávarútvegsráðsins (Norges sjømatråd). Þar segir að útflutningur á þurrkuðum saltfiski hafi aukist mikið. Þá hefur verð á laxi, helstu sjávarafurð Norðmanna, hækkað frá því sem var í nóvember 2013. Útflutningur á laxi hefur aukist í verðmætum talið en magnið er heldur minna en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á ferskum og frystum þorski hefur aukist og einnig er meira flutt út af makríl en áður. Sjá nánar á vef Norges sjømatråd.