Sigurbjörg ÓF frá Ólafsfirði er að koma til Siglufjarðar með um 170 milljóna króna aflaverðmæti sem er mesti afli skipsins úr einni veiðiferð.
Aflinn er þorskur veiddur í Barentshafi og tók veiðiferðin 34 daga höfn í höfn. Skipstjóri var Friðþjófur Jónsson.
RUV greindi frá þessu.