Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um landað magn af uppsjávarfiski eftir höfnum og landsvæðum frá 2007 til 2011.
Á síðasta ári var mestum uppsjávarafla landað í Neskaupsstað eða 171.507 tonnum. Næstmestum afla var landað í Vestmannaeyjum eða 153.049 tonnum og því næst á Vopnafirði, 75.987 tonnum.

Eins og gefur að skilja eru miklar sveiflur í lönduðu magni milli ára. Nefna má að á árinu 2009 var aðeins landað einu tonni af uppsjávarfisk í Reykjavík en í fyrra var landað þar rúmum 25 þúsund tonnum. Á síðustu öld var Siglufjörður löngum mikil síldarhöfn eins og frægt er en þar var nánast engum uppsjávarafla landað nokkur undanfarin ár þar til á síðasta ári þegar tæplega 700 tonnum af síld og makríl var landað þar. Alls var landað meira en þúsund tonnum á 16 höfnum á síðasta ári en á 15 höfnum 2010.

Sjá nánar á vef Fiskistofu .