Á nýliðnu ári var 87.786 tonnum landað í Reykjavíkurhöfn og er hún að venju sú höfn þar sem mestum botnfiskafla er landað. Samdráttur var þó milli ára eða um hvorki meira né minna en 8.411 tonn eða sem nemur um 8,7%. Reykjavík er þrátt fyrir þennan mikla samdrátt langmesta löndunarhöfn landsins. Sú höfn sem kemur næst er Grindavíkurhöfn með 41.819 tonn. Þar varð einnig samdráttur milli ára eða um 4,1%.
Sú höfn sem eykur mest við sig á lönduðum botnfiskafla er Dalvíkurhöfn með 3.454 tonn sem er 21% aukning. Hins vegar er mest hlutfallsleg aukning á Eskifirði eða um 94,5%.
Sjá nánar á vef Fiskistofu.