Mestu var landað af grásleppu í Stykkishólmi á vertíðinni í ár, eða sem samsvaraði til 788 tunnum af hrognum, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Landssambandi smábátaeigenda.

Í heild skilaði vertíðin 7.218 tunnum og var grásleppunni landað á 39 stöðum. Næst á eftir Stykkishólmi kemur Drangsnes með 723 tunnur og Hólmavík er í þriðja sæti með 656 tunnur.

Sjá nánar lista yfir allar löndunarhafnir fyrir grásleppu í nýjustu Fiskifréttum.