Framleiðsla á eldislaxi í Skotlandi hefur ekki verið meiri í einn áratug, samkvæmt tölum frá skoskum yfirvöldum. Framleiðslan á síðasta ári jókst um 0,6% á síðasta ári, eða um 1.011 tonn og fór í samtals 163.234 tonn.
Þetta er mesta framleiðsla frá árinu 2003. 2,7% aukning varð á árinu 2012. Verðmæti upp úr kvíum var á síðasta ári 131,5 milljarðar króna sem er 26% verðmætaaukning frá árinu 2012.
Tölur benda til þess að framleiðsla á regnbogasilungi hafi á hinn bóginn minnkað um 1% á síðasta ári og að hún farið niður í 5.611 tonn. Framleiðsla á aumingja og urriða jókst hins vegar um tvö tonn og fór í 44 tonn á síðasta ári.
Þá voru framleidd 6.757 tonn af kræklingi á síðasta ári í Skotlandi.