Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun.

„Í þessum túr var aflinn mest ýsa og síðan töluvert af kola og steinbít. Það var hins vegar lítið af þorski í aflanum og staðreyndin er sú að menn eru að spara þorskinn,“ segir Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Ragnar segir að Bergur hafi byrjað túrinn á Mýragrunni en að þar hafi verið heldur rólegt fiskirí.

„Síðan var haldið á Lónsbugtina og þar fékkst bæði ýsa og koli. Um tíma var bölvað óveður á meðan við vorum í Lónsbugtinni. Versta veðrið stóð í rúman sólarhring og þá sló hann upp í 30 metra. Við héldum síðan á Mýragrunn á ný og tókum tvö síðustu holin þar,” segir Ragnar Waage á svn.is.

Þá kemur fram að strax að löndun lokinni hafi Bergur tekið stefnuna á Skerjadýpið til að sækja karfa.

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun.

„Í þessum túr var aflinn mest ýsa og síðan töluvert af kola og steinbít. Það var hins vegar lítið af þorski í aflanum og staðreyndin er sú að menn eru að spara þorskinn,“ segir Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Ragnar segir að Bergur hafi byrjað túrinn á Mýragrunni en að þar hafi verið heldur rólegt fiskirí.

„Síðan var haldið á Lónsbugtina og þar fékkst bæði ýsa og koli. Um tíma var bölvað óveður á meðan við vorum í Lónsbugtinni. Versta veðrið stóð í rúman sólarhring og þá sló hann upp í 30 metra. Við héldum síðan á Mýragrunn á ný og tókum tvö síðustu holin þar,” segir Ragnar Waage á svn.is.

Þá kemur fram að strax að löndun lokinni hafi Bergur tekið stefnuna á Skerjadýpið til að sækja karfa.