Norska útgerðarfyrirtækið Lie Gruppen veitti fyrir skömmu glænýjum uppsjávartogara viðtöku, sem fékk nafnið Liafjord. Togarinn er smíðaður hjá tyrknesku skipasmíðastöðinni Cemre.

Cemre skipasmíðastöðin er íslenskum sjávarútvegsfyrirtækið að góðu kunn. Árin 2016 og 2017 tók Samherji á mótum þremur skipum sem Cemre smíðaði eftir hönnun Skipatækni ehf. og Bárðar Hafsteinssonar í samvinnu við Samherja. Þetta voru skipin Björgúlfur EA, Kaldbakur EA og Björg EA. Þá kom einnig eitt skip til FISK Seafood, Drangey SK sem er systurskip hinna þriggja. Í nóvember 2021 var fjallað um skipin í Fiskifréttum þegar fjögur ár voru liðin frá komu Bjargar EA.

Sagt er nánar frá Liafjord í vefmiðlinum www.worldfishing.net. Það var skipahönnunarfyrirtækið Salt Ship Design sem hannaði Liafjord. Það er 71 metra langt og 15 metra breitt. Liafjord siglir í kjölfarið á hinum aflasæla togara Libas, sem var fyrsta fiskiskip heimsins sem knúið var með rafmagni og fljótandi jarðgasi, svokallað LNG-skip, en nokkur ár eru síðan Cemre-skipasmíðastöðin hleypti því skipi af stokkunum.

Hliðaruggar í stefni

Togarinn Liafjord er vottaður af Bureau Veritas (BV) og mun sigla undir norskum fána. Þetta nýja og umhverfisvæna fiskiskip er það fyrsta í heiminum sem útbúið er með afar nýstárlegri tækni frá fyrirtækinu Wavefoil. Hún gerir mögulegt að draga út sérstakan búnað, nokkurs konar hliðarugga, í stefni skipsins til að draga úr veltingi í miklum sjógangi og lækka eldsneytiskostnað. Forsvarsmenn Cemre segja að þessi búnaður, sem fellur snurðulaust að hönnun sjálfs togarans, muni ekki aðeins draga úr eldsneytisnotkun og útblæstri, heldur einnig auka öryggi og þægindi áhafnarinnar. Þessi tækninýjung gerir togaranum einnig kleift að sigla hraðar, jafnvel í kröppum sjó, sem markar nýtt upphaf í sögu uppsjávarskipa hvað varðar hæfni þeirra og getu, segja forsvarsmenn skipasmíðastöðvarinnar. Auk þessa búnaðar má finna í togaranum enn fleiri nýjungar sem gera hann umhverfisvænni, þar á meðal rafknúnar vindur, varmaendurvinnslukerfi og rafvætt tvinnknúið framdrifskerfi. Gestir á sjávarútvegssýningunni IceFish 2024 í Fífunni og Smáranum næsta haust geta hlakkað til að fá að vita meira um Cemre og nýjustu verkefni skipasmíðastöðvarinnar.

Norska útgerðarfyrirtækið Lie Gruppen veitti fyrir skömmu glænýjum uppsjávartogara viðtöku, sem fékk nafnið Liafjord. Togarinn er smíðaður hjá tyrknesku skipasmíðastöðinni Cemre.

Cemre skipasmíðastöðin er íslenskum sjávarútvegsfyrirtækið að góðu kunn. Árin 2016 og 2017 tók Samherji á mótum þremur skipum sem Cemre smíðaði eftir hönnun Skipatækni ehf. og Bárðar Hafsteinssonar í samvinnu við Samherja. Þetta voru skipin Björgúlfur EA, Kaldbakur EA og Björg EA. Þá kom einnig eitt skip til FISK Seafood, Drangey SK sem er systurskip hinna þriggja. Í nóvember 2021 var fjallað um skipin í Fiskifréttum þegar fjögur ár voru liðin frá komu Bjargar EA.

Sagt er nánar frá Liafjord í vefmiðlinum www.worldfishing.net. Það var skipahönnunarfyrirtækið Salt Ship Design sem hannaði Liafjord. Það er 71 metra langt og 15 metra breitt. Liafjord siglir í kjölfarið á hinum aflasæla togara Libas, sem var fyrsta fiskiskip heimsins sem knúið var með rafmagni og fljótandi jarðgasi, svokallað LNG-skip, en nokkur ár eru síðan Cemre-skipasmíðastöðin hleypti því skipi af stokkunum.

Hliðaruggar í stefni

Togarinn Liafjord er vottaður af Bureau Veritas (BV) og mun sigla undir norskum fána. Þetta nýja og umhverfisvæna fiskiskip er það fyrsta í heiminum sem útbúið er með afar nýstárlegri tækni frá fyrirtækinu Wavefoil. Hún gerir mögulegt að draga út sérstakan búnað, nokkurs konar hliðarugga, í stefni skipsins til að draga úr veltingi í miklum sjógangi og lækka eldsneytiskostnað. Forsvarsmenn Cemre segja að þessi búnaður, sem fellur snurðulaust að hönnun sjálfs togarans, muni ekki aðeins draga úr eldsneytisnotkun og útblæstri, heldur einnig auka öryggi og þægindi áhafnarinnar. Þessi tækninýjung gerir togaranum einnig kleift að sigla hraðar, jafnvel í kröppum sjó, sem markar nýtt upphaf í sögu uppsjávarskipa hvað varðar hæfni þeirra og getu, segja forsvarsmenn skipasmíðastöðvarinnar. Auk þessa búnaðar má finna í togaranum enn fleiri nýjungar sem gera hann umhverfisvænni, þar á meðal rafknúnar vindur, varmaendurvinnslukerfi og rafvætt tvinnknúið framdrifskerfi. Gestir á sjávarútvegssýningunni IceFish 2024 í Fífunni og Smáranum næsta haust geta hlakkað til að fá að vita meira um Cemre og nýjustu verkefni skipasmíðastöðvarinnar.