Könnun á útbreiðslu makríls á íslensku hafsvæði stendur nú yfir. Víða hefur orðið vart við makríl það sem af er og virðist vera heldur meira af honum en í fyrra, að sögn leiðangursstjóra um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.

Leiðangurinn hófst 20. júlí og reiknað er með því að hann standi yfir til 13. ágúst. ,,Við höfum víðast hvar orðið varir við makríl á leið okkar. Makríll fannst lengst vestur úr öllu, alveg að 20 mílum frá miðlínu milli Íslands og Grænlands. Ef eitthvað er virðist makríllinn vera víðar en kom í ljós í leiðangri í fyrra og við finnum hann lengra út frá landinu,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri í samtali við Fiskifréttir. Rætt var við hann um miðja vikuna þegar leiðangurinn var tæplega hálfnaður.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.