Ekki þarf að fara mörgum orðum um ótíðina til sjós og lands að undanförnu með tilheyrandi töfum frá veiðum og óþægindum fyrir sjófarendur.

Á vefsíðu Guðmundar Gauta Sveinsson getur að líta myndir sem Vilhjálmur Sigurðsson skipstjóri á togaranum Sigurbjörgu ÓF tók í gær á Litla banka úti fyrir Reykjanesi. Textinn sem Vilhjálmur lét fylgja myndunum var þessi: „Meira hvað lognið er alltaf að flýta sér!“.

Sjón er sögu ríkari, HÉR.