Tekjur 40 stærstu sjávarútvegsfélaganna jukust milli áranna 2010 og 2011 um tæplega 15% í krónum og eru áætlaðar 210 milljarðar króna, samkvæmt samantekt Landsbankans. Aukning í evrum er heldur minni eða um 11%.

Stærsti kostnaðarliður sjávarútvegsfélaga er laun og launatengd gjöld og er hann áætlaður um 65 milljarðar króna á ári. Þessi liður hefur hækkað um 19 milljarða króna frá 2008. Meira en helmingur af 65 milljarða launakostnaði rennur til hins opinbera beint og óbeint í formi launatengdra gjalda, tekjuskatts og virðisaukaskatts.