Íslenskum skipum verður heimilt að veiða rúm 166 þúsund tonnum af makríl á þessu ári. Tæpum 152 þúsund tonnum hefur verið úthlutað á skip en um 14.500 tonn hafa einstök skip flutt á milli ára af óveiddum heimildum síðasta árs.

Aflareynsluskip mega veiða 11.550 tonn af makríl í ár, þar af eru um 11.850 tonn flutt á milli ára. Frystiskip mega veiða 27.870 tonn en þau kláruðu kvóta sinn í fyrra. Skip án vinnslu mega veiða 18.690 tonn, þar af 840 tonn flutt á milli ára. Handfærabátar mega veiða rúm 8 þúsund tonn, þar af eru um 1.880 tonn flutt á milli ára.

Fiskistofa hefur úthlutað makrílheimildum á skip, sjá HÉR . Athygli er vakin á því að skip mega ekki hefja makrílveiðar nema að fengnu sérstöku veiðileyfi hjá Fiskistofu. Opnað verður fyrir umsóknir um makrílveiðileyfi þriðjudaginn 26. apríl.