Selt var fyrir 14,7 milljarða króna á íslensku fiskmörkuðunum á fyrri helmingi ársins sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Meðalverðið hækkaði um 2,4% eftir töluverða niðursveiflu milli áranna þar á undan, að því er fram kemur í samantekt í nýjustu Fiskifréttum.

Alls voru seld 58.600 tonn á íslensku fiskmörkuðunum frá áramótum til júníloka samanborið við 60.800 tonn á sama tíma í fyrra sem er 4% samdráttur. Salan í ár nam 14,7 milljörðum króna sem er aðeins 180 milljóna króna samdráttur (1,2%) frá fyrra ári vegna hækkaðs meðalverðs. Meðalverð á mörkuðunum er heldur að rétta við aftur eftir 14% niðursveiflu milli áranna 2012 og 2013 mælt á fyrri helmingi áranna.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.