,,Markaðshorfur hafa oft verið betri en að vísu er fullsnemmt að segja til um það. Mikið framboð var af loðnuafurðum á síðustu vertíð, ekki síst frá Noregi en einnig frá Rússum,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood ehf., í samtali við Fiskifréttir er hann var spurður um markaðshorfur fyrir loðnuafurðir á komandi vertíð.
Miklar birgðir eru til af frystri loðnu á helstu mörkuðum okkar í Austur-Evrópu og sömu sögu er að segja um Japansmarkað. Þá hefur loðnukvóti verið aukinn í Noregi á næstu vertíð. Því má búast við aukinn samkeppni þaðan.
,,Ég er temmilega bjartsýnn. Auðvitað er alltaf hægt að selja þessar afurðir, það er bara spurning um hvaða verð við sættum okkur við,“ segir Teitur.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.