Nýjar tölur frá markaðsskrifstofu fiskiðnaðarins í Alaska sýna að fylkið framleiðir ríflega helming alls fisks sem framleiddur er í Bandaríkjunum, að því er fram kemur á fishupdate.com.


Markaðsvirði framleiðslunnar árið 2011 er 6,1 milljarður Bandaríkjadala sem jafngildir um 744 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt skýrslunni er lax verðmætasta afurðin en ufsi, ýsa, krabbi og makríll fylgja í kjölfarið. Um 63 þúsund manns starfa við fiskiðnað í Alaska.