Ef ekki nást samningar í makríldeilunni gæti heildaraflinn á þessu ári farið úr 900 þúsund tonnum í allt að 1.500 þúsund tonn. Það gæti skapað mikla erfiðleika á mörkuðunum, sagði forstjóri Iceland Seafood í erindi á markaðsdegi fyrirtækisins.
Helgi benti á að veiðiráðgjöfin hefði verið hækkuð úr um 600 þúsund tonnum á síðasta ári í 900.000 þúsund tonn í ár. Ef ekki næðust samningar og allir deiluaðilar kræktu sér í stærri hlut af stærri köku gæti heildaraflinn farið í 1,2 til 1,5 milljónir tonna.
„Markaðslega yrði það afar slæmt því makríllinn er svokölluð flæðisvara, hann kemur inn í stórum lotum og framleiðendur hafa ekki rými til þess að geyma miklar birgðir í langan tíma. Kaupendur myndu því bregðast við með því að halda að sér höndum í þeirri von og trú að verðið lækkaði,“ sagði Helgi.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.