Margrét Kristín Pétursdóttir, forstöðukona gæðamála hjá Vísi í Grindavík, var kjörin formaður Félags kvenna í sjávarútvegi á aðalfundi félagsins í Háskólanum á Akureyri í gær. Hún tekur við af Agnesi Guðmundsdóttur.

Um sextíu konur í Félagi kvenna í sjávarútvegi sem sóttu fundinn nýttu tækifærið og kynntu sér fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Agnes Guðmundsdóttir fráfarandi formaður segir heimsóknina hafa verið einstaklega fróðlega, enda fiskvinnsluhúsið afar glæsilegt á allan hátt. Hún segir að sjávarútvegur sé spennandi atvinnugrein, konum fjölgi hægt en örugglega.

10 ára á næsta ári

Félag kvenna í sjávarútvegi fagnar tíu ára afmæli á næsta ári en félagið var á sínum tíma stofnað af hópi kvenna sem fann fyrir þörf á aukinni tengingu, samstarfi og eflingu kvenna í greininni. Markmið félagsins er meðal annars að gera konur sýnilegri, bæði innan sjávarútvegsins og utan hans. Agnes Guðmundsdóttir, sem starfar hjá hjá Icelandic Asia, segir að konur í sjávarútvegi úr öllum landshlutum hafi komið saman fyrir norðan.

Íslendingar framarlega á heimsvísu

„Heimsóknin í fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík var einmitt liður í þeirri viðleitni að efla samstöðuna meðal kvenna í sjávarútvegi og tengja betur landsbyggðina. Við vorum allar sammála um að þetta nýja fiskvinnsluhús væri til fyrirmyndar, bæði hvað varðar hönnun, aðstöðu starfsfólks og alla hátæknina sem er svo áberandi hvert sem litið er. Húsið er glæsilegur vitnisburður um þá staðreynd að við Íslendingar stöndum afar framarlega í fiskvinnslu á heimsvísu. Íslenskt hugvit er sérlega áberandi í húsinu, sem segir líka sína sögu.“

Fjölgar í félaginu

„Já, konum hefur fjölgað töluvert í sjávarútvegi á undanförnum árum en greinin er engu að síður enn tiltölulega karllæg.

Samkvæmt nýrri rannsókn sem Félag kvenna í sjávarútvegi stóð fyrir, kemur fram að fjölgunin er þó nokkur sem er auðvitað jákvætt. Við þurfum meiri fjölbreytileika í greinina. Sjávarútvegur er gríðarlega spennandi atvinnugrein og nýsköpunarfyrirtækjum hefur fjölgað ört á síðustu árum. Ég hvet konur til að líta til sjávarútvegsins og skoða alla möguleikana sem þar eru til staðar. Svo er ánægjulegt að sjá að konur sækja mjög í sjávarútvegsfræðina við Háskólann á Akureyri, þannig að á margan hátt get ég verið nokkuð bjartsýn á framtíðina hvað þetta allt saman varðar.“

Aðalfundur félagsins var svo haldinn á Akureyri síðdegis í gær, þar sem nýr formaður tók við en Agnes hefur verið formaður síðastliðin fjögur ár. Nýr formaður er Margrét Kristín Pétursdóttir hjá Vísi í Grindavík.

„Þetta hafa verið skemmtileg ár. Aðalfundurinn var mjög vel sóttur og það er sóknarhugur í okkur. Konum hefur verið að fjölga mjög í félaginu, sem tengjast svo að segja öllum sviðum sjávarútvegsins. Við höfum verið að efla félagið undanfarið, settum af stað mentor prógram og fórum í viðamikla rannsókn á stöðu kvenna innan greinarinnar. Ég segi hiklaust að sjávarútvegur sé ein mest spennandi atvinnugrein landsins. Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík er glæsilegt dæmi um nýsköpun, frumkvöðlastarf og góðan aðbúnað. Þetta var góður dagur hérna fyrir norðan,“ segir Agnes Guðmundsdóttir.

Margrét Kristín Pétursdóttir, forstöðukona gæðamála hjá Vísi í Grindavík, var kjörin formaður Félags kvenna í sjávarútvegi á aðalfundi félagsins í Háskólanum á Akureyri í gær. Hún tekur við af Agnesi Guðmundsdóttur.

Um sextíu konur í Félagi kvenna í sjávarútvegi sem sóttu fundinn nýttu tækifærið og kynntu sér fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Agnes Guðmundsdóttir fráfarandi formaður segir heimsóknina hafa verið einstaklega fróðlega, enda fiskvinnsluhúsið afar glæsilegt á allan hátt. Hún segir að sjávarútvegur sé spennandi atvinnugrein, konum fjölgi hægt en örugglega.

10 ára á næsta ári

Félag kvenna í sjávarútvegi fagnar tíu ára afmæli á næsta ári en félagið var á sínum tíma stofnað af hópi kvenna sem fann fyrir þörf á aukinni tengingu, samstarfi og eflingu kvenna í greininni. Markmið félagsins er meðal annars að gera konur sýnilegri, bæði innan sjávarútvegsins og utan hans. Agnes Guðmundsdóttir, sem starfar hjá hjá Icelandic Asia, segir að konur í sjávarútvegi úr öllum landshlutum hafi komið saman fyrir norðan.

Íslendingar framarlega á heimsvísu

„Heimsóknin í fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík var einmitt liður í þeirri viðleitni að efla samstöðuna meðal kvenna í sjávarútvegi og tengja betur landsbyggðina. Við vorum allar sammála um að þetta nýja fiskvinnsluhús væri til fyrirmyndar, bæði hvað varðar hönnun, aðstöðu starfsfólks og alla hátæknina sem er svo áberandi hvert sem litið er. Húsið er glæsilegur vitnisburður um þá staðreynd að við Íslendingar stöndum afar framarlega í fiskvinnslu á heimsvísu. Íslenskt hugvit er sérlega áberandi í húsinu, sem segir líka sína sögu.“

Fjölgar í félaginu

„Já, konum hefur fjölgað töluvert í sjávarútvegi á undanförnum árum en greinin er engu að síður enn tiltölulega karllæg.

Samkvæmt nýrri rannsókn sem Félag kvenna í sjávarútvegi stóð fyrir, kemur fram að fjölgunin er þó nokkur sem er auðvitað jákvætt. Við þurfum meiri fjölbreytileika í greinina. Sjávarútvegur er gríðarlega spennandi atvinnugrein og nýsköpunarfyrirtækjum hefur fjölgað ört á síðustu árum. Ég hvet konur til að líta til sjávarútvegsins og skoða alla möguleikana sem þar eru til staðar. Svo er ánægjulegt að sjá að konur sækja mjög í sjávarútvegsfræðina við Háskólann á Akureyri, þannig að á margan hátt get ég verið nokkuð bjartsýn á framtíðina hvað þetta allt saman varðar.“

Aðalfundur félagsins var svo haldinn á Akureyri síðdegis í gær, þar sem nýr formaður tók við en Agnes hefur verið formaður síðastliðin fjögur ár. Nýr formaður er Margrét Kristín Pétursdóttir hjá Vísi í Grindavík.

„Þetta hafa verið skemmtileg ár. Aðalfundurinn var mjög vel sóttur og það er sóknarhugur í okkur. Konum hefur verið að fjölga mjög í félaginu, sem tengjast svo að segja öllum sviðum sjávarútvegsins. Við höfum verið að efla félagið undanfarið, settum af stað mentor prógram og fórum í viðamikla rannsókn á stöðu kvenna innan greinarinnar. Ég segi hiklaust að sjávarútvegur sé ein mest spennandi atvinnugrein landsins. Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík er glæsilegt dæmi um nýsköpun, frumkvöðlastarf og góðan aðbúnað. Þetta var góður dagur hérna fyrir norðan,“ segir Agnes Guðmundsdóttir.