Þúsundir lítilla marglytta komust í gegnum varnarnet í laxeldisstöðinni Loch Duart við Suðureyjar vestur af Skotlandi og náðu að drepa tæplega 300 þúsund smálaxa. Tjónið er metið á um 1 milljón punda, eða um 190 milljónir ISK.

Forsvarsmenn laxeldisins segja að þrátt fyrir mikið tjón standi laxeldisstöðin þetta áfall af sér. Þeir segja að marglyttan hafi birtst þarna áður en aldrei í jafn miklum mæli og nú. Loch Duart framleiðir um 5 þúsund tonn af eldislaxi á ári. Starfsmenn eru um 100.