Marel hefur gert samning við færeyska laxaframleiðandann Bakkafrost um afhendingu á búnaði í nýja hátæknivædda laxavinnslu fyrirtækisins í Glyvrar í Færeyjum. Bakkafrost er stærsti laxaframleiðandi Færeyja og hefur um árabil átt náið samstarf við Marel.
Laxavinnslan sem mun hefja starfsemi árið 2016 verður útbúin nýjustu tækni á sviði laxavinnslu. Nýting á hráefninu verður með hæsta móti samhliða því sem öllum ýtrustu kröfum um hreinlæti, matvælaöryggi og faglega meðhöndlun verður mætt að fullu. Laxavinnslan verður til fyrirmyndar í alla staði og mun standa í fremstu röð í heiminum í dag, segir í frétt frá Marel.
Búnaðurinn sem um er að ræða frá Marel er í frumvinnslu hluta hússins og sér um vigtarflokkun og sjálfvirka dreifingu á heilum fiski í hin ýmsu ferli innan vinnslunnar auk þess að flokka og pakka heilum laxi í fasta þyngd í kassa með hámarks sjálfvirkni.
Sjá nánar á vef Marel