Félag makrílveiðimanna tapaði í dag áfrýjunarmáli fyrir Hæstarétti um að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt að takmarka veiðiheimildir félagsmanna til veiða á makríl með því að úthluta aflaheimildum á grundvelli tíu bestu aflareynsluára á árunum 2008 til 2018. Til vara krafðist FM þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið að takmarka heimildir félagsmanna og færi það í bága við jafnræðisreglu, eignarréttarákvæði og atvinnufrelsisákvæði stjórnarkrárinnar. Ekki var fallist á með FM að með takmörkunum á heimildum félagsmanna til ráðstöfunar á aflaheimildum hefði löggjafinn gengið svo langt að það fæli í sér mismunun milli skipa í A- og B-flokki sem bryti í bága við atvinnuréttindi þeirra. Löggjafinn hefði aukið svigrúm til takmörkunar slíkra réttinda þegar kæmi að skipulagi í sjávarútvegi og hvaða leiðir væru valdar til að ná markmiðum um skynsamlega nýtingu auðlinda og vernd umhverfis. Hæstiréttur tók fram að sérreglur um veiðar smærri skipa og mismunandi reglur um meðferð aflaheimilda hafi lengi verið þáttur í fyrirkomulagi við stjórnun fiskveiða og stefndu að því að viðhalda útgerð smærri skipa í veiðum nærri ströndum. Var talið að hlutlægar og málefnalegar ástæður lægju að baki þeim greinarmun sem gerður væri á skipum eftir veiðarfærum í þessu sambandi og ekki gengið of langt í mismunun gagnvart skipum félagsmanna áfrýjanda til að ná því markmiði, þannig að brotið væri gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Í var því sýknað af varakröfu FM.

Hæstiréttur vísaði aðalkröfu FM frá dómi og taldi að í henni fælist krafa um að dómurinn tæki afstöðu til þess hagsmunamats sem lægi að baki lögum nr. 46 frá 2019 án þess að niðurstaðan hefði raunhæfa þýðingu fyrir réttarstöðu félagsmanna FM. Þarna er vísað til þess þegar fest var í lög 2019 aflamarksstjórn við veiðar á makríl. Hérmá lesa dóm Hæstaréttar.