Í gær kom Beitir NK með fyrsta makrílfarminn á vertíðinni til vinnslu í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Afli skipsins var 370 tonn og var hann nokkuð síldarblandaður,  að því er fram kemur á vef SVN. Vinnsla á fiskinum hófst strax með hefðbundnum hætti.

Bjarni Ólafsson AK er að veiðum og er væntanlegur með makrílfarm til vinnslu í kvöld.