Aðalmakrílvertíð Norðmanna eru nú að hefjast eftir að náðist að semja um lágmarksverð á makríl í síðustu viku. Stærri skipin hafa verið í Síldarsmugunni eða við norsku lögsögumörkin að henni og hafa fengið þokkalegan afla. Dorgbátarnir við ströndina eru einnig að fá afla.

Í síðustu viku var tilkynnt um 16.000 tonna makrílafla og var meðalstærðin frá 330-385 grömm, að því er fram kemur á vef norska síldarsölusamlagins. Makríllinn er seldur á uppboði og fengust á bilinu 5,38 -6,66 NOK fyrir kílóið eða jafnvirði 101-125 ISK/kg.