Makrílveiðar íslenskra skipa í grænlenskri lögsögu hafa náð því hámarki, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett. Veiðarnar eru því stöðvaðar frá og með kl 12:00 föstudaginn 26. júlí 2013, að því er segir á vef Fiskistofu.
Heimilt er að landa 12.000 tonnum hér á landi af makríl sem veiddur er í grænlenskri lögsögu. Gildir einu hvort það eru íslensk skip eða skip skráð í Grænlandi. Hver íslensk útgerð má þó aðeins standa fyrir 3 veiðiferðum.