Makrílveiðar á handfæri eru á byrjunarstigi hér við land en þær hafa alla burði til þess að geta orðið góður kostur fyrir smábáta að mati vinnuhóps um makrílveiðar sem sjávarútvegsráðherra skipaði og skilaði skýrslu sinni í síðustu viku.

Undirbúningur makrílveiða smábáta hér við land hófst haustið 2007 er útgerðir þriggja báta frá Hornafirði kynntu sér handfæraveiðar á makríl í Noregi og þá einkum þann útbúnað sem notaður var.  Á sumarið 2008 hófu þrír bátar tilraunaveiðar og veiddu alls 7 tonn.

Sumarið 2009 fór einn þessara báta, Siggi Bessa SF, í sex róðra og varð heildaraflinn um 6 tonn. Skipstjórinn á bátnum, Unnsteinn Þráinsson, gerði grein fyrir makrílveiðitilraunum sínum í erindi í málstofu um makríl sem sjávarútvegsráðuneytið boðaði til í síðustu viku.

Nánar segir frá reynslu hans í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.