Fiskistofa hefur gefið út bráðabirgðaúthlutun til makrílveiða á grundvelli nýrra laga frá Alþingi og reglugerðar frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Bráðabirgðaúthlutunin nemur 80 prósentum aflamarks, en frestur útgerða til að koma athugasemdum á framfæri er til 10. júlí og Fiskistofa boðar endanlega úthlutun ekki síðar en 10. ágúst.

Samkvæmt reglugerðinni er leyfilegur heildarafli í makríl 2019 alls 140.240 tonn.

Þar af fara 127.307 tonn til úthlutunar á grundvelli hlutdeilda 7.433 tonn verða boðin á skiptimarkaði síðar.

Þá verða 4.000 tonn verða boðin  handfærabátum gegn gjaldi sem samkvæmt lögunum nema sömu fjárhæð og veiðigjald fyrir makríl.

Loks verða 1.500 tonn framseld til rússneskra skipa samkvæmt tvíhliða samningi þjóðanna.

Á grundvelli reglugerðarinnar hefur Fiskistofa í dag úthlutað til bráðabirgða hlutdeildum í makríl og 80% aflamarks 2019 í samræmi við hlutdeildasetninguna.