Lítið hefur veiðst af makríl það sem af er sumri og hann seinna á ferðinni í ár en í fyrra og mjög dreifður að sögn Ómars Stefánssonar stýrimanns á Huginn VE. „Við eru staddir 65 mílur suður úr Kötlugrunni og enn að leita að makríl í veiðanlegu magni.“

Guðmundur í Nesi RE og Aðalsteinn Jónsson SU eru á svipuðum slóðum og Huginn og svipaða sögu af þeim að segja að sögn Ómars.

Makrílinn sem skipin hafa fengið til þessa er blandaður en meðalþyngdi er um 320 grömm.