Norðmenn hafa kortlagt staðsetningu á makrílstofninum síðustu 15 árin og fullyrða að makríllinn haldi sig 35% í norskri efnahagslögsögu. Frá þessu eru greint á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Þessar upplýsinga eru fengnar úr skýrslu sem norska hafrannsóknastofnunin hefur tekið saman að beiðni norska sjávarútvegsráðuneytisins og byggist að sögn á öllum tiltækum vísindalegum gögnum.

Í skýrslunni segir að útbreiðsla makríls í norsku lögsögunni sé og hafi verið sérstaklega mikil á 3. og 4. ársfjórðungum. Á 3. ársfjórðungi (júlí-september) á árunum 1995-2011 hafi 55% makrílsins verið í norsku lögsögunni. Gögn sýni einnig að á 4. ársfjórðungi 1999-2007 hafi um 86% makrílsins að meðaltali verið í norsku lögsögunni.

,,Til að einfalda málið reiknum við ekki með því í mati okkar að makríll finnist í norsku lögsögunni á 1. og 2. ársfjórðungi, þótt sú sé reyndar ekki raunin. Niðurstaða okkar er því sú að á heilsársgrunni haldi makríllinn sig 35,25% í norsku lögsögunni,“ segir  fiskifræðingurinn Leif Nøttestad á heimasíðu norsku hafrannsóknastofnunarinnar.