Fríverslunarsamningur milli Indlands og EFTA-ríkjanna, það er Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss, var undirritaður í Nýju Delí þann 10. mars síðastliðinn.
„Frá gildistöku hans munu sjávarafurðir og helstu iðnaðarvörur sem Ísland flytur út ýmist njóta fulls tollfrelsis eða umtalsverðrar tollalækkunar,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins vegna undirritunarinnar.
„Við erum að skoða þennan markað ágætlega,“ segir Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood, spurður um þá möguleika sem nýi samningurinn getur falið í sér fyrir sjávarafurðir frá Íslandi.
Friðleifur segir að flutningsleiðir til Indlands séu ekki hagstæðar en það sé þó hægt aðleysa. „Það sem heillar okkur er náttúrlega hversu gígantískur fólksfjöldi er þarna og hversu stórþessi markaður er,“ segir hann.
Þrjár megintegundir í heiminum
Fyrst og fremst segir Friðleifur að til skoðunar í þessu sambandi séu uppsjávartegundir. Oftast sé byrjað á þeim mörkuðum.
„Fólk þekkir náttúrlega til fiskmetis þarna. Við sjáum alveg fyrir okkur tækifæri til að koma til að mynda íslenskum makríl inn á þennan markað. Það ætti að vera þokkalega þekkt vara þarna og jafnvel sæmilega auðvelt aðgengi inn á markaðinn með þá vöru – áður en við förum að bjóða eitthvað sem flokkast sem meira sérhæfðari tegundir,“ segir Friðleifur.
Að sögn Friðleifs eru það þrjár fisktegundir sem eiga flesta snertifleti í heiminum. Það séu lax, makríll og túnfiskur.
Erum sterk í makríl
„Þetta er það sem á flesta snertifleti í heiminum í markaðssetningu á sjávarafurðum, þorskur á það ekki til að mynda þrátt fyrir að við viljum oft meina það,“ útskýrir Friðleifur.
„Við Íslendingar erum töluvert sterkir í makríl og erum að stíga fyrstu skrefin í laxi. Fyrir okkar fyrirtæki þá horfum við svolítið stíft á þessar uppsjávartegundir og hvort það sé ekki hægt að kynna þær til leiks þarna með einhverjum góðum hætti,“ segir Friðleifur.
Makríllinn yrði þá að sögn Friðleifs seldur heilfrystur á sama hátt og inn á Kínamarkað og Japansmarkað og Suðaustur-Asíumarkaðinn í heild.
Margir horfi til Indlands
„Ég held að það geri sér allir grein fyrir því þarna eru alveg tækifæri og ég held að varan sé alveg sæmilega þekkt þarna á markaði. Það þarf kannski ekki að leggja í mikið starf við að kynna nákvæmlega hvað makríll er,“ heldur Friðleifur áfram.
Vegna þess að tollar inn á Indland hafa verið nokkuð háir hafi í raun og veru aldrei spunnist nein umræða af viti um að fara inn á þann markað, segir Friðleifur.
„Menn hafa aldrei horft alvarlega á þennan markað. Nú er kannski að skapast meiri áhugi og ég held að það séu ansi mörg fyrirtæki sem horfa núna til Indlands og hugsa að þeir þurfi kannski að fara og kynna sig, hvað þeir standa fyrir og hafa upp á að bjóða. Og sjá hvar snertifletirnir eru og þar fram eftir götunum. Bara eins og við höfum gert margsinnis áður þegar ný lönd detta inn og við erum með tollfrelsi á þau,“ segir Friðleifur.
Ekki á vísan að róa
Spurður hvort menn telji sig geta fengið betra verð á Indlandi en á þeim mörkuðum sem íslensku sjávarafurðirnar eru þegar seldar kveðst Friðleifur alls ekki viss um það.
„Þannig að aðalmálið er í raun og veru að þreifa á því hvers konar áhugi er á markaðnum fyrir okkar íslensku vörur og svo í framhaldinu verður til einhver verðumræða. Svo tekur hún okkur vonandi á einhvern jákvæðan stað,“ segir Friðleifur.
Ekki sé þar með sagt að þarna liggi einhver draumamarkaður fyrir afurðir héðan.
„Tollarnir hafa kannski ekki verið að útiloka okkur frá einhverjum mjög vel borgandi markaði,“ bendir Friðleifur á.
Fríverslunarsamningur milli Indlands og EFTA-ríkjanna, það er Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss, var undirritaður í Nýju Delí þann 10. mars síðastliðinn.
„Frá gildistöku hans munu sjávarafurðir og helstu iðnaðarvörur sem Ísland flytur út ýmist njóta fulls tollfrelsis eða umtalsverðrar tollalækkunar,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins vegna undirritunarinnar.
„Við erum að skoða þennan markað ágætlega,“ segir Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood, spurður um þá möguleika sem nýi samningurinn getur falið í sér fyrir sjávarafurðir frá Íslandi.
Friðleifur segir að flutningsleiðir til Indlands séu ekki hagstæðar en það sé þó hægt aðleysa. „Það sem heillar okkur er náttúrlega hversu gígantískur fólksfjöldi er þarna og hversu stórþessi markaður er,“ segir hann.
Þrjár megintegundir í heiminum
Fyrst og fremst segir Friðleifur að til skoðunar í þessu sambandi séu uppsjávartegundir. Oftast sé byrjað á þeim mörkuðum.
„Fólk þekkir náttúrlega til fiskmetis þarna. Við sjáum alveg fyrir okkur tækifæri til að koma til að mynda íslenskum makríl inn á þennan markað. Það ætti að vera þokkalega þekkt vara þarna og jafnvel sæmilega auðvelt aðgengi inn á markaðinn með þá vöru – áður en við förum að bjóða eitthvað sem flokkast sem meira sérhæfðari tegundir,“ segir Friðleifur.
Að sögn Friðleifs eru það þrjár fisktegundir sem eiga flesta snertifleti í heiminum. Það séu lax, makríll og túnfiskur.
Erum sterk í makríl
„Þetta er það sem á flesta snertifleti í heiminum í markaðssetningu á sjávarafurðum, þorskur á það ekki til að mynda þrátt fyrir að við viljum oft meina það,“ útskýrir Friðleifur.
„Við Íslendingar erum töluvert sterkir í makríl og erum að stíga fyrstu skrefin í laxi. Fyrir okkar fyrirtæki þá horfum við svolítið stíft á þessar uppsjávartegundir og hvort það sé ekki hægt að kynna þær til leiks þarna með einhverjum góðum hætti,“ segir Friðleifur.
Makríllinn yrði þá að sögn Friðleifs seldur heilfrystur á sama hátt og inn á Kínamarkað og Japansmarkað og Suðaustur-Asíumarkaðinn í heild.
Margir horfi til Indlands
„Ég held að það geri sér allir grein fyrir því þarna eru alveg tækifæri og ég held að varan sé alveg sæmilega þekkt þarna á markaði. Það þarf kannski ekki að leggja í mikið starf við að kynna nákvæmlega hvað makríll er,“ heldur Friðleifur áfram.
Vegna þess að tollar inn á Indland hafa verið nokkuð háir hafi í raun og veru aldrei spunnist nein umræða af viti um að fara inn á þann markað, segir Friðleifur.
„Menn hafa aldrei horft alvarlega á þennan markað. Nú er kannski að skapast meiri áhugi og ég held að það séu ansi mörg fyrirtæki sem horfa núna til Indlands og hugsa að þeir þurfi kannski að fara og kynna sig, hvað þeir standa fyrir og hafa upp á að bjóða. Og sjá hvar snertifletirnir eru og þar fram eftir götunum. Bara eins og við höfum gert margsinnis áður þegar ný lönd detta inn og við erum með tollfrelsi á þau,“ segir Friðleifur.
Ekki á vísan að róa
Spurður hvort menn telji sig geta fengið betra verð á Indlandi en á þeim mörkuðum sem íslensku sjávarafurðirnar eru þegar seldar kveðst Friðleifur alls ekki viss um það.
„Þannig að aðalmálið er í raun og veru að þreifa á því hvers konar áhugi er á markaðnum fyrir okkar íslensku vörur og svo í framhaldinu verður til einhver verðumræða. Svo tekur hún okkur vonandi á einhvern jákvæðan stað,“ segir Friðleifur.
Ekki sé þar með sagt að þarna liggi einhver draumamarkaður fyrir afurðir héðan.
„Tollarnir hafa kannski ekki verið að útiloka okkur frá einhverjum mjög vel borgandi markaði,“ bendir Friðleifur á.