Þar til nýlega var rækja sú tegund sjávarfangs sem Grænlendingar öfluðu mest af. Nú hefur niðurskurður í aflaheimildum leitt til þess að makríll hefur skotist á toppinn yfir mest veiddu tegundina.

Veiði á rækju fór yfir 50.000 tonn á árunum 2010 og 2011 en á sama tíma var veiði á næst stærstu tegundinni í magni, ýsu, einungis 20.000 tonn. Nú hefur hlutdeild rækju í heildaraflanum minnkað verulega vegna niðurskurðar á aflaheimildum og var á síðasta ári 44.490 tonn.

Grænlendingar eru nýlega farnir að stunda tilraunaveiðar á makríl. Veiðarnar hafa aukist með hverju ári og var makríll mestveidda tegundina á síðasta ári. Veiðin varð tíu sinnum meiri í fyrra en árið á undan og nam alls 52.296 tonnum.

Grænlenska heimastjórnin hefur ákveðið að auka heildarkvóta sinn í makríl um 40.000 tonn á yfirstandandi ári og verður hann þá 100.000 tonn.

Sjá nánar hér .