Mælingar á nýklöktum eggjum og seiðum í alþjóðlegum makríleggjaleiðangri og ralli Hafrannsóknastofnunar sýna að makríll er farinn að hrygna og alast upp innan íslensku lögsögunnar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Björn Gunnarsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að eggjaleiðangurinn sé hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem felist í því að mæla stofnstærð makríls.

Fram kom hjá Birni að árið 2005 hafi óvænt farið að veiðast makrílseiði í haustralli Hafrannsóknastofnunnar og árið 2010 fundust seiði á þrjátíu og fimm mismunandi rallstöðvum með suður- og suðausturströnd landsins.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.