Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út heildarkvóta íslenskra skipa í makríl á árinu 2016. Skipunum verður heimilt að veiða tæp 148 þúsund tonn en að auki mega þau veiða um 3.800 tonn sem eftir standa af kvóta ársins 2015. Í heild eru til ráðstöfunar tæp 152 þúsund tonn.

Kvótinn skiptist þannig á skip og báta að hefðbundin uppsjávarskip með aflareynslu fá 105.863 tonn, frystiskip fá 31.498 tonn, skip án vinnslu fá 8.128 tonn og handfærabátar fá 6.160 tonn.

Skylt er að ráðstafa 70% af makrílafla einstakra skipa til vinnslu á árinu 2016.