Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að makrílkvóti Íslendinga á næsta ári verði tæplega 147 þúsund tonn samanborið við 130 þúsund tonn á yfirstandandi ári.
Hlutdeild Íslands verður óbreytt milli ára, en Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til aukinn heildarafla á næsta ári. Sem kunnugt er hefur ekki náðst samkomulag um skiptingu makrílkvótans milli veiðiþjóðanna og því blasir við að veitt verður langt umfram veiðiráðgjöf fiskifræðinga.
Sjá nánar frétt á vef sjávarútvegsráðuneytisins, HÉR