Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ekkert hafi verið ákveðið um strandríkjafund í makríldeilunni í júní, en áður höfðu norskir fjölmiðlar greint frá því að ákveðið hefði verið að halda ráðherrafund um makrílinn í næsta mánuði.
Ráðuneytið segir að hið rétta sé að Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Kaj Leo Johannensen starfsbróðir hans í Færeyjum hafi verið sammálaum að biðja sjávarútvegsráðherra landanna að gera tilraun til að ná samkomulagi í makríldeilunni. Ekki hefði verið ákveðið að slíkur fundur yrði haldinn í júní.